Dýrin og áramótin.

Hundar

 • Það er eðlilegt fyrir hunda að vera hræddir við flugelda.
 • Sumir eru hræddir við hljóðin en ljósin geta líka vakið hræðslu.
 • Margir leita í skjól undir húsgögnum eða í búrinu sínu og því getur verið gott að breiða teppi yfir búrið svo hundurinn sjá ekki ljósin.
 • Ekki er skynsamlegt að fara með óhræddan hund út þegar mestu lætin eru, hundurinn getur farið að elta rakettur eða rokið í blys eða tertur.
 • Mikilvægt er fyrir fjölskyldumeðlimi að gera sem minnst úr látunum, láta eins og þetta sé það eðlilegasta í heimi, og passa sig að fara ekki að vorkenna hundinum. Þá á maður ekki að veita hræðslunni sérstaka athygli og ekki skamma hundinn fyrir smáslys sem geta orðið sökum hræðslu.
 • Ekki er ráðlegt að skilja hundinn eftir einan á þessum tíma og bannað er að skilja þá eftir eina séu þeir undir áhrifum lyfja. Hægt ert að taka hundinn og búr hans með sé farið á annan stað eða fá pössun fyrir hann.
 • Hundurinn getur verið var um sig í nokkra daga eftir lætin og einstaka hundur þorir ekki út að gera þarfir sínar en það líður hjá á nokkrum dögum.

Kettir

 • Kettir geta verið mjög hræddir við flugelda og eru þeir mjög sniðugir að finna sér góða felustaði.
 • Eins og með hundana er gott að veita þeim aðgang að búri sem breytt er yfir eða herbergi þar sem þeir geta ekki farið sér að voða, haft kveikt ljós og jafnvel kveikt á útvarpi/sjónvarpi.
 • Hræddir kettir borða lítið eða jafnvel ekkert og geta haldið sig til hlés í nokkra daga.
 • Skynsamlegt er að halda kisa inni svo hann fari sér ekki að voða í hræðslukasti og rjúki jafnvel í burtu og týnist. Þá ætti maður einnig að halda óhræddum kisum inni þar sem þeir geta farið að elta flugeldana.

Lyf

 • Til eru mörg lyf sem hægt er að gefa dýrunum. Við höfum valið að nota Alprazolam Mylan sem er bæði róandi og kvíðastillandi en þó án þess að ræna dýrið yfirráðum yfir líkama sínum. Einnig hefur þetta lyf þann eiginleika að það hefur áhrif á minnið, þ.e. veldur tímabundnu minnisleysi sem er gott við aðstæður eins og áramót.
 • Gefinn er einn skammtur um kvöldmatarleyti og ef þörf er á má bæta öðrum skammti við um 11 leytið, kringum áramótaskaupið :-)
 • Ekki má gefa hundum lyfið sem eru haldnir gláku, vöðvarýrnun eða lifrarsjúkdómum.
Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun