Ráðgjöf ýmiss konar

Ráðgjöf ýmiss konar

Flestir viðskiptavinir vita að þeir geta farið til dýralæknis með heimilisdýrin þegar þau eru veik eða þurfa á bólusetningu að halda. En hversu margir vita hvað dýralæknirinn býður upp á fleira? Við skulum athuga fáein atriði í þeim efnum. Við getum einnig veitt ýmis konar leiðbeiningar hvað varðar umönnun dýranna, t.d. böð, feldhirðu og ormahreinsanir. Oft getur þetta vafist fyrir fólki, en dýralæknar stofunnar hafa menntun og kunnáttu til meðhöndlunar og umönnunar á dýrinu þínu. Hafðu því samband við okkur, svo við getum hjálpað þér og leiðbeint um lausnir á vandamálum hjá þínu dýri.Við getum gefið góð ráð hvað varðar fóðrun á dýrum.

Ef dýrið þitt er veikt og þarf á sérstöku fóðri að halda, þá erum við með sjúkrafóður sem ekki er til í venjulegum gæludýraverslunum, og fæst aðeins afhent gegn lyfseðli eða hjá dýralækni.

Við getum veitt ráðgjöf á mörgum sviðum. M.a. getur þú leitað ráða hjá okkur ef þú hefur hug á að fá þér gæludýr, og við getum þá aðstoðað þig við að finna út hvaða dýr eða tegund passar við þínar fjölskylduaðstæður.

Ef upp koma atferlisvandamál hjá dýrunum er einnig hægt að fá hjálp og leiðbeiningar hjá dýralækninum.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun