Fyrirkomulag pantana og móttöku

Fyrirkomulag pantana og móttöku

Sökum þess að Dýraspítalinn í Garðabæ er allt í senn heilsugæsla, sjúkrahús og bráðamóttaka, þá getur það gerst að dagurinn hjá okkur riðlist og upp komi ófyrirséður biðtími hjá bókuðum sjúklingum. Til þess að geta þjónustað viðskiptavini okkar sem allra best og stytt biðtíma þá langar okkur að benda á hvernig forgangsröðun sjúklinga er háttað.

  1. Bráða/neyðartilfelli
  2. Pantaðir tímar
  3. Óbókaðir tímar

Við viljum benda á að ávallt þarf að bóka tíma í árlegar heilbrigðisskoðanir, bólusetningar og ormahreinsanir en ekki hægt að komast að í slíkt óbókað. Þetta á líka við um laugardaga en þá er að jafnaði mikið álag vegna veikra dýra.

Þegar mikill erill er, getur verið að við verðum að vísa óbókuðum frá, en þá munum við leitast við að finna fyrir ykkur lausan tíma eins fljótt og mögulegt er. Þetta er gert svo við getum sinnt þörfum dýranna af bestu getu og eins til að lágmarka biðtíma. Að sjálfsögðu munum við meta ástæðu heimsóknarinnar fyrst og skoða hvort um bráðatilfellli er að ræða eða hvort viðkomandi vandamál má bíða til nýs tíma, þar sem sjúklingurinn fær óskipta athygli. Tekið er aukagjald á alla óbókaða þjónustu kr. 5000.-

Það er stefna okkar að veita alltaf þá bestu þjónustu sem völ er á og þvi er það von okkar að fólk sýni skilning og þolinmæði ef biðtími er orðinn langt fram yfir það sem bókað var. Ástæða þess er þá sú að upp hefur komið bráðavandamál með annað dýr sem ekki hefur mátt bíða undir neinum kringumstæðum og við höfum þurft að kalla til aðstoðar á bakvið dýrlækni sem annars hefði verið frammi á stofugangi.

Neyðarsími utan opnunartíma er 530 4888

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun