Fóðrun hunda

Hafðu hundinn þinn alltaf á góðu þurrfóðri og hafðu góðan aðgang að fersku vatni. Í dag eru til fjölmargar tegundir af hágæða þurrfóðri, athugaðu gaumgæfilega hvernig fóður þú gefur þínum hundi á hverjum tíma.

Hundar geta fengið ofnæmiseinkenni af sumu þurrfóðri og jafnvel af venjulegum mat.

Fóðurofnæmi hjá hundum kemur oftast í ljós sem mikill kláði, hárlos og erting í húð.

Ef hundurinn er á réttu fóðri verður hann heilbrigðari, með fallegri feld og líður á allan hátt mun betur en á ódýru stórmarkaðsfóðri.

Spurðu dýralækninn þinn hvernig fóður hentar þínum hundi.

Vandamál tengd offitu.

Of feitt dýr er það dýr sem vegna aukinnar fitusöfnunarvegur meira en 15% af kjörþyngd sinni.

Kannanir í V-Evrópu hafa sýnt að um 25% hunda og 10-15% katta eru of feitir. Þegar hundurinn eða kötturinn er fullvaxinn er ágætt að vigta hann til að bera saman kjörþyngd sem upp er gefin fyrir tegundina. Dýrin fitna þegar þau innbyrða fleiri hitaeiningar en þau ná að brenna.

Helstu vandamál tengd offitu eru tengd stoðkerfi og liðamótum. Offita er líka slæm fyrir hjarta- og æðakerfi og getur einnig leitt til sykursýki svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er einfaldast og best að koma í veg fyrir að kötturinn eða hundurinn verði of feit.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun