Fóðrun katta

Athugaðu:

Ekki er ráðlegt að gefa köttum mjólk að staðaldri, eðlilegra er að þeir fái vatn. Of mikil mjólk hefur neikvæð áhrif á feldinn og meltinguna. Að sjálfsögðu má stöku sinnum gefa kisa eitthvað sem honum finnst gott en hafið það þá algjörlega spari og sjaldan. T.d. ríkir sá misskilningur víða enn að fiskur sé eitthvað sem kettir eiga að borða. Fisk mundi kisi aldrei veiða sjálfur og þar sem fiskur er hlaðinn próteinum getur hann í of miklu magni valdið hárlosi og flösumyndun og aukið líkurnar verulega á þvagsteinsmyndun í fressum en sá sjúkdómur er einungis læknanlegur með þvagblöðruskolun og sérstöku mataræði í kjölfarið.

Dæmi um fóðurvenjur:

kötturinn fær reglulega soðinn fisk og á milli fiskmáltíða er skálin hans full af gæðalitlu þurrfóðri.

Dæmigerðar orskakir:

kötturinn er með ljótan flösugan feld, fer sífellt úr hárum, safnar tannstein á tennur og fær jafnvel þvagsteina á miðjum aldri.

Til úrbóta:

hafðu köttinn þinn alltaf á góðu þurrfóðri sem þú kaupir hjá dýralækninum eða hjá fagbúðum fyrir gæludýr. Gefðu honum ekki meira en ráðlagt er á pakkanum og hafðu alltaf feskt og hreint vatn við hliðina á matnum. Þá minnkar möguleikinn á vandamálum talsvert og þú munt sjá breytingar á útliti og líðan kattarins til hins betra.

Vandamál tengd offitu.

Of feitt dýr er það dýr sem vegna aukinnar fitusöfnunar vegur meira en 15% af kjörþyngd sinni. Kannanir í V-Evrópu hafa sýnt að um 25% hunda og 10-15% katta eru of feitir. Þegar hundurinn eða kötturinn er fullvaxinn er ágætt að vigta hann til að bera saman kjörþyngd sem upp er gefin fyrir tegundina. Dýrin fitna þegar þau innbyrða fleiri hitaeiningar en þau ná að brenna.

Helstu vandamál tengd offitu eru tengd stoðkerfi og liðamótum. Offita er líka slæm fyrir hjarta- og æðakerfi og getur einnig leitt til sykursýki svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu er einfaldast og best að koma í veg fyrir að kötturinn eða hundurinn verði of feit.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun