Hegðun gæludýra

Sumir hundar sýna hegðun sem veldur truflun eða óþægindum á eðlilegu fjölskyldulífi og mætti kalla klíniska óeðlilega hegðun.
Í þessum tilfellum er gott að ráðfæra sig við ráðgjafa sem er mentaður í atferli hunda og getur greint og meðhöndlað atferli hundsinns í samvinnu við fjölskylduna og dýralækni (ef lyfjameðferð er talin nauðsynleg í meðhöndluninni).

Í atferlisviðtalinu er fengin skrifleg lýsing og fengnar upplýsingar hjá fjölskyldumeðlimum, skrifuð upp klínísk greining og undirbúin meðferðaráætlun sem verður framfylgt af fjölskyldunni.
Í sumum tilfellum verður að leita ráða hjá dýralækni ef um lyfjameðferð er að ræða og ef gelding eða ófrjósemisaðgerð er nauðsynleg til árangurs af meðferðinni.
Vinsamlegast gefðu hundinum þínum ekki að borða rétt fyrir viðtalið og hafðu hundinn í taumi. Mjög aggressívir hundar ættu að vera með múl eða í góðu búri til að gæta að öryggi fyrir alla.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun