Ófrjósemisaðgerð á kettinum, til hvers?

Fress eru gelt við 6-7 mánaða aldur í fyrsta falli. Kostirnir eru þeir að kötturinn verður rólegri og hin sterka lykt af þvagi þeirra hverfur.Kötturinn verður heimakærari og lendir síður í slagsmálum við aðra ketti og síðast en ekki síst er með geldingunni spornað gegn því að fjölgun katta verði of mikil og fyrirbyggir það að nýgotnir og stálpaðir kettlingar séu svæfðir vegna þess að það finnst ekki heimili fyrir þá.Aðgerðin er einföld og kisi fær að fara heim sama dag. Sárið grær á 5-7 dögum.

Athugaðu:

Það er útbreyddur misskilningur að læður þurfi að eiga kettlinga einu sinni áður en þær eru teknar úr sambandi. Aðgerðin hefur ekki nein áhrif á skapgerði eða hegðun kattarins gagnvart þér eða öðrum heimilismeðlimum. Það sem læðan eða fressin hafa aldrei upplifað munu þau ekki sakna.

Læður verða kynþroska á bilinu 6-9 mánaða. Til þess að koma í veg fyrir að þær séu að eiga óæskilega kettlinga er hægt að gera þær ófrjóar með aðgerð eða setja þær á getnaðarvarnarpillu sem gefin er einu sinni í viku alltaf á sama vikudegi. Ófrjósemisaðgerðin er varanleg lausn og aðgerðin er einföld þó inngripið sé meira en hjá fressunum. Kisa fær að fara heim sama dag.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun