Ormahreinsun

Regluleg ormahreinsun er auðvitað mikilvæg fyrir heilbrigði dýrsins, til að efla mótstöðuafl þess og auka virkni bólusetninganna, en ekki síður mikilvæg til að vernda umhverfið (önnur dýr, börn og fullorðna) frá því að smitast af ormi.

Sem ábyrgum hundaeiganda ber manni skylda til að ormahreinsa dýrin a.m.k. 1-2 á ári.

Hreinlæti er mjög mikilvægt, þrífa þarf kattasandkassann daglega og muna að hirða alltaf upp eftir hundinn á göngutúrunum. Skynsamlegt er að breiða yfir sandkassa sem börn leika sé í (spóluormasmit getur stöku sinnum borist í fólk en aðeins örfá tilfelli leiða til veikinda, öllu verra er bandormasmit).

Meðhöndlun með ormalyfjum. Til eru nokkrar tegundir ormalyfja sem ná til ormanna í görnum dýranna en ekkert lyf nær til lirfa sem liggja í dvala. Skynsamlegt er að ormahreinsa dýrin minnst 1-2 á ári, hvolpa og kettlinga jafnvel oftar. Dýr sem hafa verið ormahreinsuð eru einnig í betra ástandi til að berjast við aðra sjúkdóma. Einnig er mikilvægt að eigendur ormahreinsi dýrin sín reglulega til að koma í veg fyrir fordóma og hræðslu sem stundum grípur um sig þegar rætt er um orma og ormasýkingingar. Það er siðferðileg skylda okkar fyrir samfélagið, heilsu dýranna okkar og okkar sjálfra vegna, að standa okkur í þessum málum. Það er ekkert verra en fordómar og vanræksla dýra af völdum fáfræði um smitleiðir og varnir, sem mjög einfalt er að fylgja eftir. Sjá nánar á síðu ýmsar greinar. (Ormahreinsun - af hverju?).

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun