Alvarlegir smitsjúkdómar í hundum

Á Íslandi eru tveir alvarlegir smitsjúkdómar meðal hunda: smáveirusótt og smitandi lifrarbólga. Þeir eru alvarlegir vegna þess að þeir geta leitt til þess að hundurinn deyr eða hlýtur varanlegan skaða. Hvolpar geta smitast af þessum sjúkdómum snemma á æviskeiðinu, á tímapunkti sem er þeim mikilvægur fyrir þroska og vöxt, en eldri hundar geta einnig smitast. Því er nauðsynlegt að bólusetja í tíma og halda því við með árlegri endurbólusetningu.

Smáveirusótt

Ef hundur smitast af þessari veiru eru einkennin mikil uppköst og þunnfljótandi daunillur niðurgangur. Hár hiti fylgir þessu og vegna hins mikla vökvataps getur hundurinn farið í lost og dáið. Mjög ungir hvolpar geta skyndilega dáið án þess að fá hin einkennin á undan.

Smitandi lifrarbólga

Fyrst ber á hita, uppköstum og lystarleysi en einnig sést krafleysi og deyfð. Í alvarlegri tilfellum getur dýrið orðið að "blæðara", blóðið storknar ekki og hundurinn fellu í dá. Sumir hundar geta orðið óðir vegna eiturefna sem safnast fyrir í heilanum. Við skoðun sést að slímhimnur eru gular og einstaka hundur fær bláma á augu. Hundurinn drekkur mikið, pissar mikið og horast. Sjúkdómsferlið getur verið margbreytilegt og háð aldri.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun