Tannholdssýkingar

Tannsjúkdómar eru mjög algengir hjá bæði hundum og köttum.

Athuganir hafa sýnt að eftir 3 ára aldur þjást allt að 7 af hverjum 10 gæludýrum af einhverskonar tannsjúkdómi.

Ef ekkert er að gert getur þetta þróast út í óafturkræfar skemmdir á tönnum, tannholdi og kjálkabeini.

Tannsjúkdóma er auðveldlega hægt að fyrirbyggja með réttum aðferðum.

Einkenni tannsjúkdóma geta verið margvísleg, allt frá andremmu og sjánlegum tannsteini upp í erfiðleika við að éta.

Dýrið getur slefað óeðlilega mikið og getur munnvatnið verið blóðlitað.

Við mikil óþægindi getur dýrið farið að hrista haustinn óeðlilega mikið og klóra sér á munnsvæðinu.

Hvað er tannholdsbólga og tannslíðurbólga?

Tannholdsbólga er bólga og þroti í tannholdi af völdum baktería sem lifa í matarleifum og tannsteini sem fellur á tennurnar. Tannholdsbólga getur þróast yfir í alvarlega sýkingu í stoðvefjum í kringum tennurnar, hinu svonefnda tannslíðri. Tannslíður eða samanstendur fyrir utan tannholdið, af tannhimnu, tannskorpu og harðþynnu tanngarðs.

Orsakir

Bakteríuútfellingar á tönnum (plaque), dósamatur eða mjúkur matur, lélegt ónæmiskerfi.

Meðferð

Tannhreinsun er framkvæmd bæði með tæki sem gefur frá sér hátíðnihljóðbylgur, sem og öðrum tannáhöldum, sem hreinsa bæði tannstein og bakteríuútfellingar á yfirborði tannana og undir tannholdröndinni. Eftirfarandi tannpússun er mikil væg til að fjarlægja það sem ekki sést með berum augum. Og síðast en ekki síst úrtaka ónýtra tanna eða tanna sem valda uppsöfnun á tannsteini t.d. hvolpatönnum sem ekki hafa dottið eðlilega. Einatt þarf að gera þetta í deyfingu eða svæfingu, og fer dýpt deyfingarinnar eftir í hve alvarlegu ástandi tennurnar eru, og hvort þurfi að fjarlægja tennur. Oft þarf að taka röntgenmyndir af kjálkanum og tönnunum til að athuga hvort tannrótarsýkingar eru til staðar, og hvort ræturnar á sjálfum tönnunum eru eðlilegar. Tönn getur verið eðlileg að sjá en með ónýtar rætur, og þarf að fjarlægja slíkar tennur þar sem þær valda dýrinu miklum sársauka.

Fyrirbyggjandi

Aðalábyrgð fyrir tannheilsu gæludýranna okkar liggur hjá eigandanum. Gott er að temja sér að kíkja reglulega upp í hundinn, og er mikilvægt að venja hundinn á þetta heima og minnkar þetta einnig stress við skoðun hjá dýralækninum. Andremma getur líka gefið til kynna hvað er að gerast. Þannig getur eigandinn sjálfur uppgötvað snemma byrjun á tannsteinsmyndun, lausar eða brotnar tennur osfv. Við slíkar uppgötvanir er best að panta tíma hjá dýralækni til að ákvaðra meðhöndlun. Ýmislegt er hægt að gera til að fyrirbyggja tannsýkingar. Þeir hundar sem ekki eru varir um sig þegar upp í þá er farið er hægt að tannbursta. Byrjar maður þá t.d. með mjúkum barnatannbursta og hægt og rólega fer yfir í stinnari tannbursta. Einnig eru til margvíslegir hundatannburstar. Í fyrstu umferð burstar maður eina til tvær tennur. Eftir því sem hundurinn venst á þetta þá fjölgar þeim tönnum sem burstaðar eru þar til allur tanngarðurinn er burstaður. Þegar hundurinn er orðin vanur er hægt að byrja nota sérstakt hundatannkrem sem freyðir ekki, en aðalatriðið er sjálf burstunin. Best er að bursta tennurnar í hundinum á hverjum degi, eða nota saman með sérstöku fóðri eða beinum. Naga bein og annað sem er seigt eða gúmmíkennt burstar náttúrulega tennurnar í hundunum. Ýmis nagbein finnast á markaðnum bæði sem hundurinn innbyrðir og önnur úr plastefnum. Best er að finna þá vöru sem hundinum líkar og gefur sér tíma til að naga. Ef beinið hverfur á örskotsstundu hefur það ekki mikið tannburstunargildi. Einnig eru til ýmsar fóðurtegundir sem hafa tannburstunargildi, allt frá venjulegu fóðri upp í sjúkrafóður. Best er fyrir hundinn að vera á góðu þurrfóðri sem hann þarf að bryðja, þá burstar hann tennurnar í leiðinni. Þeir hundar sem gleypa matinn sinn eru annað hvort á of smágerðu fóðri eða hreinlega nenna ekki að tyggja. Hægt er fyrir fyrrnefnu að prófa stærri kúlur, en þá síðarnefndu þarf að nota fyrrnefndar aðferðir.

Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun