Raúl Rodriguez Marcos

Dýralæknir

Raúl útskrifaðist frá Dýralæknaháskólanum á Kanaríeyjum árið 1997. Eftir útskrift tók hann einnig PhD í “Animal Pathology” sem hann kláraði 2004. Raúl starfaði sem dýralæknir í nokkrum löndum eins og Cabo Verde og Argentínu ásamt Kanaríeyjum þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann kom til Íslands til að vinna sem eftirlitsdýralæknir hjá MAST í sláturtíð árið 2017. Raúl kom síðan til okkar á Dýraspítalann í Garðabæ árið 2018 og hefur verið hjá okkur yfir sumarmánuðina í afleysingum síðan en er nú orðinn fastráðinn. Í starfi sínu sem dýralæknir hefur hann lagt megin áherslu á lyflækningar og almennar skurðlækningar og tók því viðbótarnám í Master on Veterinary Surgery in Soft Tissue and Anaesthesia in small animals við Autonomic Háskólann í Barcelona 2016-2017.

Raúl hefur bætt við sig fjölda af viðbótarnámi eins og t.d.

  • Radiologic Diagnose in Small Animals - Official Association of Spanish Veterinarian 2013.
  • Soft Tissue Surgery both Theoretical and Practical / Official Association of Spanish Veterinarian 2015.

Áhugamál Raúls eru ferðalög, brimbretti, deila bjór með vinum á meðan smakkað er á gómsætum geitaosti frá Kanaríeyjum og synt í opnum sjónum. Þessi ótrúlega árátta neyddi hann til að synda út í Viðey um árið, einn af þeim fáu sem syntu í blautbúningi og var undrandi þegar fólk sagði “hitastigið á sjónum er gott þetta árið…” Hann er vanur að segja að hann skrifi skáldsögur, en það er aðeins kenning, enginn hefur séð neina af bókum hans í bókabúð… “ekki enn”, er hann þá vanur að segja…

Tilbaka
Raúl Rodriguez Marcos
Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun