Nokkur góð ráð frá okkur hérna á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir þig til að fyrirbyggja vandamál hjá gæludýrinu þínu.

  • Verið heilbrigð. Heilsu gæludýra á að taka alvarlega. Hundurinn þinn þarf þjálfun til að vera í góðu formi, alveg eins og þú. Það er engin töfrapilla til sem getur komið í stað fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu, en þú getur veitt dýrinu þínu heilbrigða hreyfingu með því einu að leika við það. Farðu út og taktu ferfætlinginn þinn í göngutúr. Það mun gagnast bæði þér og hundinum þínum og kostar ekki krónu.
  • Bursta. Fáðu þér hunda-tannbursta og burstaðu tennurnar í hundinum þínum. Þetta er einföld og árangursrík leið til að viðhalda heilbrigði hundsinns í hæstu hæðum. Það kemur einnig í veg fyrir myndun tannsteins og sjúkdóma í tannholdi, eins og tannholdsbólgu.
  • Bað, bað, bað. Að baða hundinn þinn heima sparar einnig peninga. Baðaðu hundinn þinn með dýrasjampói og gættu vel að því að skola feldinn vel. Vertu viss um að sjampóið sé gert fyrir gæludýr því það mun verulega draga úr áhættunni á ofnæmisviðbrögðum. Það er einnig mjög mikilvægt að skola hundinn mjög vel á eftir annars er hætta á að sápulöðrið sem verður eftir orsaki kláða og ertingu í húðinni. Við mælum með MalAcetic sjampói sem er hágæða vara fyrir hunda og ketti.
  • Hafðu styttri feld. Ef þú ferð með hundinn þinn til hundasnyrtis, fáðu hann þá til að klippa feldinn á hundinum þínum styttri en venjulega. Þettta mun draga úr týðni ferðanna til hundasnyrtisins og gerir hundinum auðveldara með að kæla sig yfir sumarmánuðina. Þú getur einnig klippt klærnar á hundinum þínum heima í staðin fyrir að fara á snyrtistofu eða til dýralæknis. Vendu hann við frá unga aldri.
  • Fóðraðu rétt. Næst skaltu athuga hversu mikinn mat þú gefur hundinum þínum og berðu það saman við það sem framleiðandinn á fóðrinu mælir með. Þú gætir verið að fóðra hundinn þinn ríflega, það getur búið til vandamál. Þú gætir verið að stuðla að yfirþyngd hjá hundinum þínum og maturinn að sama skapi dugar ekki eins lengi og hann ætti að gera ef þú gæfir rétt magn í hvert skipti. Mundu einnig að bera saman verð og gæði. Það er ástæð fyrir valinu á þeim tegundum sem dýralæknirinn býður uppá því hann selur eingöngu hágæða fóður. Hjá okkur reynum við alltaf að vera með einhver tilboð í gangi. Hill’s, Belcando, Royal Canin
  • Árleg skoðun. Hún er mjög mikilvæg. Farðu með dýrið þitt í árlega heilbrigðisskoðun. Því fyrr sem þú kemur auga á merki um sjúkdóma því betra. Dýralæknirinn mun einnig geta frætt þig um alment heilbrigði hjá dýrinu þínu og gefið því viðeigandi bólusetningar. Hafðu samband við móttökuna okkar í síma 565 8311 og pantaðu tíma fyrir þig og dýrið þitt.
  • Fjölnota leikföng. Að lokum, skoðaðu góð fjölnota leikföng fyrir dýrið þitt. Skoðaðu leikföng sem endast lengi og þú þarft ekki að endurnnýja oft.
Neyðarþjónusta
Tímapantanir
Ráðgjöf
Fróðleikur
Vefverslun